Pétur Guðjónsson kennir námskeiðið.
Pétur er Akureyringur og hefur starfað sem viðburðar-og leikstjóri, leikskáld og leiklistarkennari. Þar á meðal hefur Pétur starfað hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar, hjá grunnskólum Akureyrar og sem leikstjóri. Í gegnum tíðina hefur Pétur starfað mikið með ungu fólki, ýmist við kennslu, leikstjórn og listsköpun ýmiss konar sem miðast við persónuuppbyggingu.
Pétur hefur tekið námskeið í leikstjórn I II II IV & masterclass hjá Leiklistarskóla bandalags Íslenskra leikfélaga. Hann er með diplóma í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum. Einnig leikstjórn með ungu fólki, áfangi hjá Listaháskóla Íslands, nám í Rose Bruford College og theatre and art.