FYRIR FRAMAN AÐRA

Langar þig stundum að vera aðeins öruggari? Stirðnarðu upp þegar einhver réttir þér hljóðnema? Ertu með í maganum marga daga áður en þú átt að tala fyrir framan aðra? Eða ertu bara með ágæta færni í þessu en langar að gera hana betri?

– Hvernig á að halda ræðu?
– Hvernig á að segja hlutina?
– Hvernig á að tala í hljóðnema? 
– Hvernig get ég bara orðið aðeins öruggari á mannamótum?
– Hvernig get ég bara orðið öflugri í mannlegum samskiptum?

Námskeið sem miðar að því að efla sjálfstraust og  auka færni í samskiptum …og hafa rosalega gaman.

Fjögur skipti

Mánudagur 30.september 19:30-21:00 

Fimmtudagur 3. október 19:30-21:00 

Mánudagur 7. október 19:30-21:00 

Fimmtudagur 10.október 19:30-21:00

Verð: 37.490
18 ára aldurstakmark 
Pétur Guðjónsson kennir námskeiðið.
Pétur er Akureyringur og hefur starfað sem viðburðar-og leikstjóri, leikskáld og leiklistarkennari. Þar á meðal hefur Pétur starfað hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar, hjá grunnskólum Akureyrar og sem leikstjóri. Í gegnum tíðina hefur Pétur starfað mikið með ungu fólki, ýmist við kennslu, leikstjórn og listsköpun ýmiss konar sem miðast við persónuuppbyggingu.
Pétur hefur tekið námskeið í leikstjórn I II II IV & masterclass hjá Leiklistarskóla bandalags Íslenskra leikfélaga. Hann er með diplóma í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum. Einnig leikstjórn með ungu fólki, áfangi hjá Listaháskóla Íslands, nám í Rose Bruford College og theatre and art.
Scroll to Top