Annað námskeið, 1. stigs fer fram vorið 2025 í leiklistarskóla Draumaleikhússins.

Markmið 1.stigs er að kynnast leiksviðinu, meðvitund um líkamsbeitingu, taka eftir umhverfinu og skilja á milli leiks og raunveruleika.
Raddbeiting kennd ásamt líkamsstöðu. 
Spurt að því; Hvað er egó? Hvað gerir það fyrir okkur og hvað skemmir fyrir okkur? Hvernig á ég að vita hver er besta leiðin til að vera frábær leikari? Hver er rétta leiðin?

Á námskeiðinu er spurt að þessum spurningum og leiðir prufaðar til að komast að svarinu.

Fyrsta spurningin er samt: Hvað langar þig? Leiklist byggir á löngun, þrá og ástríðu. Ef þú hefur hana ekki, þarftu að spyrja af hverju þú ert hérna.
Markmið námskeiðs er að ná tökum á leiklist með ýmsum aðferðum og ná tökum á sjálfum sér.

Ef þú hrífur áhorfandann og spilar á tilfinningar þeirra sem horfa á þig, þá ertu að gera rétt.

Fyrsta stig - 16-25 ára

Lengd námskeiðs: 12 vikur

Námskeið hefst: 13. febrúar

Lengd kennslustundar: 180 mínútur

Aldur: 16 – 25 ára

Verð: 89.990kr

Námskeiðið fer fram í Rósenborg á Akureyri

Sýnd verður lokasýning í Hofi, 10. maí

Hægt er að sjá æfingarplan hér fyrir neðan

Námskeiðin eru 12 vikur og eru kennd á þriðjudagskvöldum til að byrja með og tímar á fimmtudagskvöldum bættast svo við. Svo síðustu dagana fyrir lokasýningu verða tímar haldnir örar. Námskeiðin verða kennd í Rósenborg á Akureyri.

Kennarar á námskeiðinu verða Pétur Guðjónsson og Eden B. Hróa

Allt námið er byggt á aðferðum leikarans til að vera.

Áherslan er lögð á að sækja frá ýmsum leikstílum en öll stigin miða við – að vera.- Þar er hugsunin að skilja við sjálfan sig til að lána einhverjum öðrum líkama sinn. Því eru tilfinningar á sviðinu ekki sóttar í fyrri reynslu – mun frekar að komast inn í tilfinningalíf persónunnar sem þú skapar. Til þess að ná þessu þarf að vinna sig út úr sjálfum sér, átta sig á hindrunum og losna úr höftum sínum.

Pétur Guðjónsson er Akureyringur og hefur starfað sem viðburðar-og leikstjóri, leikskáld og leiklistarkennari. Þar á meðal hefur Pétur starfað hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar, hjá grunnskólum Akureyrar og sem leikstjóri. Í gegnum tíðina hefur Pétur starfað mikið með ungu fólki, ýmist við kennslu, leikstjórn og listsköpun ýmiss konar sem miðast við persónuuppbyggingu. 
Pétur hefur tekið námskeið í leikstjórn I II II IV & masterclass hjá Leiklistarskóla bandalags Íslenskra leikfélaga. Hann er með diplóma í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum. Einnig leikstjórn með ungu fólki, áfangi hjá Listaháskóla Íslands, nám í Rose Bruford College og theatre and art.
Eden Blær kemur frá Svalbarðsströnd en býr nú á Akureyri. Hán lærði rafeindavirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri og kom að sýningum leikfélagsins þar á einn eða annan hátt alla sína skólagöngu. Þar á meðal margvíslegra annara verkefna má nefna sýningarnar Tröll, Grease og Lísu í Undralandi. Einnig hefur Eden tekið þátt í sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar, Freyvangsleikhúsinu og Leikfélagi Hörgdæla.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Eden yfir 10 ára reynslu á sviði, og hefur nýlega aðstoðað Pétur Guðjónsson við kennslu í grunnskólum Akureyrar. Eden stundar nám í rytmískum söng hjá Tónlistarskólanum á Akureyri, og hefur verið í tónlist frá unga aldri. Einnig hefur hán sótt leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar frá barnæsku, og lokið áfanganum Leiklist 1 hjá Leiklistarskóla bandalags íslenskra leikfélaga.
Scroll to Top