Árið 2024 er umbrotaár fyrir Draumaleikhúsið þar sem áherslum er breytt í námskeiðshald með stofnun Leiklistarskóla. Þar er fyrst um sinn lögð áhersla á aldurshópinn 16-25 ára í sviðslistarnámskeiði, þar sem um er að ræða 12 vikna námskeið með möguleika á framhaldsnámskeiði síðar.
Áður hefur Draumaleikhúsið sett upp leiksýninguna um systkinin Gutta & Selmu, farsann Fullkomið brúðkaup, gefið út stuttmyndina Hvar er draumurinn og einnig útvarpsleikhús um systkinin Gutta & Selmu.
Það má segja að Draumaleikhúsið sé stofnað upp úr Leikhópnum Grímunum sem setti upp þrjú verk á Akureyri, Berness, já takk & franskar á millli, Gúgglaðu það bara og Tuma tímalausa í álfheimum.
Markmið Draumaleikhússins felst í slagorðinu: Þar sem draumar rætast