Kvikmyndahandritsnámskeiðið er sex daga námskeið í tveimur lotum með heimavinnu á milli. Farið verður yfir helstu atriði handritsgerðar, frá hugmyndavinnu til senubyggingar og persónusköpunar. Fyrir þá sem hafa einhvern tímann dreymt um að skrifa kvikmyndahandrit er þetta námskeiðið.

Lærðu að skrifa kvikmyndahandrit, frá hugmynd að fullbúnu handriti.

Á föstudagskvöldum er unnið í einni beit en á laugardögum og sunnudögum verður klukkutíma hádeigishlé, þar sem þáttakendur geta snætt á nesti eða náð sér í mat.

Gunnar Björn Guðmundsson er margreyndur leikstjóri sem hefur leikstýrt yfir fjórða tug leiksýninga víða um land. Eins hefur hann verið iðinn við kvikmyndagerð en hann leikstýrði og skrifaði Áramótaskaupin árin 2009-2012 ásamt því hefur hann skrifað og leikstýrt kvikmyndunum Gauragangi og Ömmu Hófí og einnig leikstýrði Astrópíu. Gunnar Björn hefur verið tilnefndur til Eddunar bæði fyrir handrit og leikstjórn, en aðallega fengist við grín og barnaefni á sínum langa leikstjóra- og handritshöfundaferli. Gunnar hefur einnig skrifað og leikstýrt um 400 sjónvarpsauglýsingar. Hann hefur kennt í Kvikmyndaskóla Íslands í rúm 15 ár og var þar um tíma fagstjóri handrita í fullri lengd.

Scroll to Top