Þetta er spurning sem margur spyr sig að þegar komið er í allskonar aðstæður. Er það sama fyndið í vinnunni og heima? Erum við bara yfir höfuð eitthvað fyndin? Er hægt að vera meira fyndin?

Á þessu skemmtilega fjögurra kvölda námskeiði lærir þú að greina hvað er fyndið og hvers vegna við hlæjum. Við munum vinna með leikgleði, spuna og ýmsa leiki í öruggu rými, þar sem þátttakendur kanna hvernig aðferðir spunans geta hjálpað við alla sköpun. Námskeiðið hentar öllum sem langar að vera fyndin, allt frá kennurum til leikara og skemmtikrafta.

Gunnar Björn Guðmundsson er margreyndur leikstjóri sem hefur leikstýrt á fjórða tug leiksýninga víða um land. Oftar en ekki försum eða gamaleikritum sem hafa fengið gott lof. Nú síðast var Gunnar Björn að leikstýra dramaverkinu Gaukshreiðrið í Freyvangleikhúsinu. Hann hefur einnig unnið með Leikfélagi Hörgdæla árið 2022 þegar þau settu upp gamanleikritið Stelpuhelgi. Gunnar Björn hefur leikstýrt áramótaskaupinu fjórum sinnum, eins og kvikmyndunum Astrópíu, Gauragangi og Ömmu Hófí en hann hefur aðallega fengist við grín og barnaefni á sínum langa leikstjóraferli. Hann hefur haldið fjölda leiklistanámskeiða og kennt við Fjölbrautaskóla Vesturlands og Flensborgarskólann í Hafnafirði.

Scroll to Top