Annað námskeið, 1. stigs fer fram vorið 2025 í leiklistarskóla Draumaleikhússins.
Markmið 1.stigs er að kynnast leiksviðinu, meðvitund um líkamsbeitingu, taka eftir umhverfinu og skilja á milli leiks og raunveruleika.
Raddbeiting kennd ásamt líkamsstöðu.
Spurt að því; Hvað er egó? Hvað gerir það fyrir okkur og hvað skemmir fyrir okkur? Hvernig á ég að vita hver er besta leiðin til að vera frábær leikari? Hver er rétta leiðin?
Á námskeiðinu er spurt að þessum spurningum og leiðir prufaðar til að komast að svarinu.
Fyrsta spurningin er samt: Hvað langar þig? Leiklist byggir á löngun, þrá og ástríðu. Ef þú hefur hana ekki, þarftu að spyrja af hverju þú ert hérna.
Markmið námskeiðs er að ná tökum á leiklist með ýmsum aðferðum og ná tökum á sjálfum sér.
Ef þú hrífur áhorfandann og spilar á tilfinningar þeirra sem horfa á þig, þá ertu að gera rétt.